Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. mars 2020 10:07
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Leeds hjálpa félaginu sínu - Taka á sig launalækkanir
Mynd: Getty Images
Leikmenn, þjálfaralið og fólk í framkvæmdastjórn Leeds United hafa samþykkt að taka á sig launalækkanir.

Þetta er til að aðstoða félagið í þeim fjárhagsörðugleikum sem eru framundan vegna kórónaveirufaraldursins.

Leeds er á toppi Championship-deildarinnar en félagið segir að þessar aðgerðir geri það að verkum að hægt sé að borga öllum starfsmönnum áfram.

„Leikmenn mínir hafa sýnt ótrúlegan karakter og samheldni. Við þökkum Marcelo Bielsa og hans starfsliði ásamt öllum leikmönnum fyrir að hugsa um félagið," segir Victor Orta, yfirmaður fótboltamála hjá Leeds.
Athugasemdir
banner
banner
banner