Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool með verðmætasta leikmannahóp heims
Mynd: Getty Images
CIES Football Observatory er virt stofnun sem metur markaðsvirði knattspyrnumanna og fylgist náið með leikmannamarkaðinum.

Stofnunin er búin að birta uppfærðan lista með markaðsvirði leikmanna og gerði samantekt yfir átta verðmætustu leikmannahópa heims.

Fjórir leikmannahópar úr ensku úrvalsdeildinni komast á listann ásamt þremur hópum úr spænska boltanum og PSG.

Liverpool og Manchester City eiga langverðmætustu leikmannahópana. Barcelona og Real Madrid koma þar fyrir neðan en Chelsea, Manchester United og PSG fylgja fast á eftir. Atletico Madrid rekur svo lestina.

FC Bayern og Juventus komast ekki á listann frekar en Arsenal, Tottenham eða Inter.

Átta verðmætustu leikmannahópar heims - Mars 2020:
1. Liverpool - 1,405 milljarður evra
2. Man City - 1,361 milljarður
3. Barcelona - 1,170 milljarður
4. Real Madrid - 1,100 milljarður
5. Chelsea - 1,008 milljarður
6. Man Utd - 1,007 milljarður
7. PSG - 979 milljónir
8. Atletico Madrid - 836 milljónir
Athugasemdir
banner
banner
banner