Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 26. mars 2024 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Peningarnir ekki efst í huga formannsins - „Held að það sé mikilvægara"
Icelandair
Kjörinn formaður fyrir rétt rúmlega mánuði síðan.
Kjörinn formaður fyrir rétt rúmlega mánuði síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi við Fótbolta.net í gær. Framundan er úrslitaleikur karlalandsliðsins þar sem liðið spilar við Úkraínu um sæti á EM í sumar. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma í kvöld og verður spilað á Wroclaw Stadium í Póllandi.

Það eru háar fjárhæðir í húfi í kvöld: í frétt á RÚV segir að tæplega einn og hálfur milljarður séu í húfi fyrir KSÍ. „Allar þáttökuþjóðir á lokamótinu fá minnst 1,4 milljarð íslenskra króna í verðlaunafé frá Evrópska knattspyrnusambandinu UEFA," segir í fréttinni.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Toddi var spurður út í fjárhagshliðina í viðtalinu. Þú hlýtur líka að vera hugsa um peningahliðina, hversu mikil fjárhagsleg innspýting það væri að komast á EM í Þýskalandi?

„Jú, klárlega hugsum við alltaf um það. Ég held að við ættum samt að byrja á því að tala um úrslitin, leikinn og svo skulum við tala um peningana. En þetta er alveg rétt, þetta breytir miklu hjá samböndum að fara á stórmót eins og þetta, það vita allir. Frá mínum bæjardyrum séð væri samt aðallega fagnaðarefni að koma aftur og sýna að við séum aftur komin á þennan stað, aftur komin inn á mót og allar tilfinningarnar sem því fylgja og fá fólkið með okkur í því. Ég held að það sé mikilvægara en peningarnir, þó kannski fjármálastjórinn sé ekki sammála mér," sagði Toddi.
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Athugasemdir
banner
banner
banner