Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 26. mars 2024 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Heimild: RÚV 
„Mikilvægasta skrefið sem liðið hefur tekið í nokkur ár"
Icelandair
'Ekkert kjaftæði að bjóða hættunni heim'
'Ekkert kjaftæði að bjóða hættunni heim'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr og Erik Hamren.
Freyr og Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari og í dag þjálfari Kortrijk í Belgíu, tjáði sig um landsliðið í viðtali við RÚV í gær.

Hann segir að íslenska liðið hafi komið sér á óvart í leiknum gegn Ísrael.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Sá bragur sem var á íslenska liðinu eftir að það lenti undir, á klaufalegan hátt, kom mér mjög á óvart. Karakterinn sem liðið sýndi þá er eitthvað sem ég horfi á og sé sem gríðarlega mikilvægt skref. Rosalega skýrt merki þess að að þetta er að verða að liði. Þetta er búin að vera löng fæðing en þetta var mikilvægasta skrefið sem liðið hefur tekið í nokkur ár," sagði Freysi.

„Svo vorum við örlítið heppin á köflum. En maður skapar sína eigin heppni og það þarf. Við vorum oft örlítið heppin þegar við vorum að vinna marga leiki hérna áður. Svo erum við með leikmann í Alberti sem er að spila á hæsta stigi og er fullur af stjálfstrausti. Svoleiðis leikmenn geta klárað leiki og við þurfum á því að halda,“ bætti þjálfarinn við.

Hann tjáði sig einnig um leikinn í kvöld.

„Úkraína er með betra lið en við en við erum Ísland. Ef að strákarnir eru búnir að finna taktinn, mér fannst þeir bera þess merki í þessum leik gegn Ísrael, þá getur allt gerst. Hins vegar ef Úkraínu tekst að spila sinn leik og við förum að gefa þeim eitthvað á silfurfati þá töpum við."

„Ég vil ekki að Åge breyti of miklu. Bara að menn geri þetta aðeins betur. Einfalt og árangursríkt. Ekkert kjaftæði að bjóða hættunni heim. Vera bara aggressífir og hugrakkir,"
sagði Freyr sem spáir sigri Íslands, 1-0.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Athugasemdir
banner
banner
banner