Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   mið 26. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético Madrid vill kaupa Romero frá Tottenham
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá miklum áhuga spænska stórveldisins Atlético Madrid á argentínska miðverðinum Cristian Romero.

Romero er lykilmaður í liði Tottenham þegar hann er heill heilsu, en hann hefur verið fjarri góðu gamni stærsta hluta tímabilsins.

Romero er 26 ára gamall og hefur aðeins spilað 1337 mínútur í 17 leikjum það sem af er tímabils. Hann er nýlega kominn aftur úr meiðslum og hefur verið í lykilhlutverki hjá Tottenham síðan.

Romero er í landsliðshópi Argentínu og spilaði 90 mínútur í sigri í Úrúgvæ á dögunum. Þá verður hann líklegast í byrjunarliðinu gegn Brasilíu í nótt.

Tottenham keypti Romero frá Atalanta sumarið 2022 fyrir rúmlega 50 milljónir evra. Miðvörðurinn er metinn á svipaða upphæð í dag en á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við Spurs.

Diego Simeone argentínskur þjálfari Atlético hefur miklar mætur á Romero og er hann sagður vera efstur á óskalista þjálfarans.
Athugasemdir
banner
banner