Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur komið sér í burðarhlutverk á sínu fyrsta tímabili með Preston í Championship-deildinni.
Þessi stóri og stæðilegi miðjumaður er búinn að spila 31 leik í hinni krefjandi Championship-deildinni og skorað tvö mörk. Hann finnur sig betur og betur, hefur öðlast miklar vinsældir meðal stuðningsmanna og er sjálfur gríðarlega ánægður hjá félaginu.
Þessi stóri og stæðilegi miðjumaður er búinn að spila 31 leik í hinni krefjandi Championship-deildinni og skorað tvö mörk. Hann finnur sig betur og betur, hefur öðlast miklar vinsældir meðal stuðningsmanna og er sjálfur gríðarlega ánægður hjá félaginu.
„Þróunin hefur verið rosalega góð og á leiðinni upp í marga mánuði núna. Ég er orðinn einn í sexunni í liðinu. Það hentar mér rosalega vel með mína eiginleika. Það tók mig smá tíma að læra inn á deildina, þetta er öðruvísi," segir Stefán Teitur í viðtali við Fótbolta.net.
„Þjálfarinn talaði við mig í byrjun tímabils, þegar ég var inn og út úr liðinu. Við fórum yfir hvað þyrfti að bæta og ég hef náð að gera það. Ég hef náð að spila mjög vel, sýnt frammistöðu og fæ 90 mínútur nánast í hverjum leik. Ég er hrikalega ánægður þarna."
Bjóst hann við því að vera kominn í svona stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili?
„Ekki kannski þegar ég tók skrefið en þegar maður var byrjaður að æfa og farinn að sjá getustigið í hópnum og svona sást að ég ætti fullt erindi þarna og ég hef sýnt það, sérstaklega síðustu mánuði. Þetta er hörku level og ég er mjög ánægður með það hvernig ég hef verið að spila," segir Stefán Teitur sem skoraði sigurmark gegn Portsmouth á dögunum.
Væri æðislegt
„Það var frábært og gott fyrir liðið að fara inn í landsleikjahlé með þetta. Það er risaleikur hjá liðinu næsta sunnudag í FA-bikarnum. Sigur þar og við förum á Wembley, það væri náttúrulega æðislegt. Við erum í smá miðjumoði í deildinni en getum vonandi sett saman góð úrslit í lokin og komist ofar."
8-liða úrslitin í FA-bikarnum verða leikin um næstu helgi og þar er Preston eitt B-deildarliða sem er eftir í keppninni. Liðið fær Aston Villa í heimsókn á Deepdale leikvanginn 12:30 á sunnudaginn.
„Að slá út Aston Villa í bikarnum væri algjör draumur. Maður hefur séð þá í Meistaradeildinni, frábært lið sem er komið í 8-liða úrslit og þetta verður verðugt verkefni," segir Stefán Teitur að lokum en hann spjallaði við Fótbolta.net á Spáni á dögunum.
Athugasemdir