Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 26. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valsmönnum er spáð 2. sæti í Pepsi-deildinni. Í dag er það miðjumaðurinn, Einar Karl Ingvarsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Nafn: Einar Karl Ingvarsson.

Gælunafn sem þú þoli ekki: Einar skeinar, Einsi lion.

Aldur: Tuttugu og þriggja.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var 2010 með FH á móti Selfossi.

Uppáhalds drykkur: Það toppar ekkert ískalda 330 ml pepsimax í dós.

Uppáhalds matsölustaður: Hann klikkar ekki.

Hvernig bíl áttu: Suzuki swift.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Blue Mountain State.

Uppáhalds tónlistarmaður: Í augnablikinu er það Stormzy.

Uppáhalds samskiptamiðill: Búkkið.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Cocacolabikarkarla (gummi900), algjör fagmaður á snapchat.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Heyrðu ætla fá miðstærð af rebba.. gamla ísinn.. lítið af smarties kurli og lítið af lakkrís og þá er ég í toppmálum.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Haskolabio samt svo mikið þrot en jaa held tad..

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei.. já ég sagði þetta í alvöru. Því maður fær það alltaf í bakið ef maður segir eitthvað lið.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki M. Batshuayi sem er í Chelsea.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tuðmann Þórisson.

Sætasti sigurinn: 3-2 sigur móti Víking Reykjavík 2012 sem tryggði okkur Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð í 2 fl FH.

Mestu vonbrigðin: Gaur, veit ekki.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi vilja fá Jón Jónsson því hands down hann er fyndnasti gæji sem ég veit um.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Hmm.. setja okkur í FIFA Leikinn, galið dæmi að við séum ekki í honum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Davíð Ingvarsson, Breiðablik.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: GG9 er hrotta smetti, góð rót líka.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Aldís Kara Lúðvíksdóttir, þetta svar kemur væntanlega ekkert á óvart..

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sindri Björnsson.

Uppáhalds staður á Íslandi: Home held ég nú bara.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviði sem gerst hefur í leik: Þetta verður eitthvað langdregið en eina sem mér dettur í hug er þegar ég var að spila kornungur með mfl FH í Kórnum. Við fáum aukaspyrnu svona smá framarlega e aðeins vinstra megin á vellinum. Ég og Matthías Vilhjálmsson stöndum yfir boltanum, ég einhver algjör kjúlli í meistaraflokknum þarna og nýbyrjaður að spila með meistaraflokki og Matti segir við mig 'Einar hlauptu yfir boltann og farðu vinstra megin við vegginn og ég sendi stungusendingu á þig, þetta er gott trikk þetta virkar ég lofa þér því' Ég frekar stressaður.. 'okok klár í þetta', svo flautar dómarinn og ég tek á rás, hleyp yfir boltann en hleyp þannig yfir hann að ég rekst í boltann og gæjinn í veggnum fær boltann og hleypur upp völlinn í góðri skyndisókn. En ég á Gulla Gull markmanni að þakka, hann bjargaði mér með að verja í horn, eftir það horfði ég á Matta og hann horfði á mig og hristi hausinn... djöfull leið mér illa.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Gamli góði síminn.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, UFC, NFL, NBA þetta helsta bara

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Heyrðu er í skóla núna þannig ætli það sé ekki helvítis tölfræðin maður, djöfull fer hún illa með mann.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Is This Love - Daði Freyr, what a man.

Vandræðalegasta augnablik: Þessi ekki orðin þreytt?

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Emil Atlason svo myndi ég taka Emma Páls og Grindvíkinginn Björn Berg Pryde. Baneitraður hópur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég raka á mér lappirnar á tveggja vikna fresti.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net: Valur 2. sæti
Óli Jó: Samkeppnisfærir um að vinna þetta mót
Klifraði í trjánum með Gunnari Nelson
Athugasemdir
banner
banner
banner