Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
   mið 26. apríl 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Óli Jó: Samkeppnisfærir um að vinna þetta mót
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur er í leit að styrkingu í vörnina.
Ólafur er í leit að styrkingu í vörnina.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ólafur og aðstoðarmaður hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.
Ólafur og aðstoðarmaður hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn hafa litið vel út á undirbúningstímabilinu og er þeim spáð 2. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk sér kaffibolla á skrifstofu Fótbolta.net og ræddi komandi tímabil.

Einhverjir hafa sett spurningamerki við hvort Valur hafi nægilega öflugan markvörð en miðað við frábæra frammistöðu hins unga Antons Ara Einarssonar í Meistaraleiknum gegn FH er hann vel gíraður fyrir tímabilið.

„Eins og við höfum alltaf sagt þá er Anton frábær markvörður og verður bara betri. Hann er kornungur og í góðum höndum hjá Rajko (markvarðaþjálfara). Við leggjum fullt traust á hann og það var aldrei vafi með það þó menn hafi verið að velta því fyrir sér í einhverjum miðlum að hann væri ekki nægilega góður. Hann hefur staðið sig fantavel," segir Ólafur.

Erum að leita að varnarmönnum
Það er ekki mikil breidd í varnarlínu Vals og segir Ólafur að það sé engin launung að verið sé að reyna að bæta úr því og verið að skoða varnarmenn.

„Við erum fáliðar í varnarlínunni en leitin hefur ekki skilað okkur því sem við hefðum viljað. Við vorum með leikmann hjá okkur í æfingaferðinni í Ameríku en ákváðum að taka hann ekki. Við viljum auka breiddina og erum að leita að varnarmönnum. Gjarnan vildi ég hafa 1-2 varnarmenn í viðbót."

Arnar Sveinn Geirsson hefur verið notaður sem bakvörður í vetur en hann hefur verið að leika kant á sínum ferli. Ólafur segir að Arnar hafi verið hugsaður til bakvörður þegar hann kom aftur til Vals.

„Við gerðum honum grein fyrir því þegar hann kom. Hann er uppalinn Valsari og vildi láta reyna á sig. Ég man eftir Arnari þegar hann var yngri og var að koma öflugur inn í meistaraflokkinn. Nú er hann reynslunni ríkari, í góðu standi og með gott hugarfar."

Ólafur segir að þjálfararnir séu alltaf með það bak við eyrað að miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson gæti farið út í atvinnumennsku. Félög erlendis hafa haft augastað á honum.

„Við erum meðvitaðir um það. Ég vona svo sannarlega að það gerist að Orri fái tækifæri til að fara út að spila. Hann fór á reynslu í vetur og fékk samning en taldi þetta ekki henta sér. Mér finnst það gott hjá honum og sýna ákveðna fagmennsku. Hann hleypur ekki bara til að hlaupa," segir Ólafur.

Erum vel mannaðir frammi
„Við erum vel mannaðir á miðsvæðinu og ég vil líka meina að við séum vel mannaðir frammi. Það er mikil samkeppni um allar stöður og jafnvel um að komast í hóp. Alvöru íþróttamenn verða betri með samkeppni."

Ólafur segist sáttur við þá kosti sem hann hefur fremst á vellinum og að ekki standi yfir leit að manni í sóknarlínan.

„Við erum vel mannaðir þar og þurfum ekkert að gera þar."

Dion verður frábær í sumar
Ólafur hefur horft til Danmerkur eftir liðsstyrk og hefur bætt við sig tveimur Dönum, Nicolaj Köhlert og Nicolas Bögild. Ólafur segist ánægður með þá.

„Köhlert hefur verið einstaklega óheppinn, verið meiddur nánast síðan hann kom og þegar hann hefur komist af stað hefur hann meiðst aftur. Það er með ólíkindum hvernig sú saga hefur verið en þetta fylgir fótboltanum. Bögild er að koma betur og betur til. Ég er mjög sáttur með þá og þeir verða okkur liðsstyrkur," segir Ólafur.

„Dönsku spilararnir eru í grunninn flestallir góðir í fótbolta. Þeir eru með góðan leikskilning og eru góðir sendingamenn. Þess vegna hef ég leitað mikið til Danmerkur. Þeir henta vel í þann stíl sem ég vil spila. Þessir Danir okkar eru vandræðalausir og það er mikill plús. Það hafa nokkrir Danirnir komið hingað og verið í veseni en það á ekki við um okkar Dani."

Þá hefur Valur bætt í vopnabúrið með því að fá hinn eldsnögga Dion Acoff frá Þrótti. Ólafur er hæstánægður með þá styrkingu.

„Hann er magnaður leikmaður og í sjálfu sér gerði ég mér ekki grein fyrir því að hann væri svona öflugur þegar ég fékk hann. Hann hefur mikla eiginleika sem ég veit að á eftir að nýtast okkur. Hann verður frábær í sumar."

Ólafur telur að Valsmenn séu tilbúnir að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

KR það lið sem helst þarf að óttast
„Okkur hefur gengið mjög vel í vetur og höfum æft vel og mikið, eins og reyndar önnur lið. Hlutirnir hafa gengið fínt upp hjá okkur. Okkur hefur oft gengið vel á þessum árstíma og við erum bjartsýnir fyrir mótið. Ég tel að við séum ekki lakari en þessi lið sem menn telja bestu liðin. Ég tel að við séum samkeppnisfærir um að berjast um að vinna þetta mót," segir Ólafur.

Hann segir þó að líklegasta liðið að sínu mati sé KR.

„Mér finnst KR vera best mannaða liðið í dag. Ég tel að KR sé það lið sem þurfi að óttast mest."

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar talar Ólafur meðal annars um samstarf sitt og Bjössa Hreiðars, æfingaferðina til Flórída, bikarkeppnina og undankeppni HM hjá íslenska landsliðinu.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net: Valur 2. sæti
Hin Hliðin: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Klifraði í trjánum með Gunnari Nelson
Athugasemdir
banner
banner
banner