Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. apríl 2021 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Everton í viðræðum við Rodriguez um nýjan samning
James Rodriguez og Gylfi Þór Sigurðsson eru í viðræðum við Everton
James Rodriguez og Gylfi Þór Sigurðsson eru í viðræðum við Everton
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er í viðræðum við kólumbíska sóknartengiliðinn James Rodriguez um nýjan samning en þetta kemur fram í MARCA.

Rodriguez, sem er 29 ára gamall, kom til Everton á frjálsri sölu frá Real Madrid í sumar.

Hann gerði þá samning við félagið til 2022 en hann hefur spilað stórt hlutverk í liðinu á þessari leiktíð.

James hefur skorað 6 mörk og lagt upp 5 í 22 deildarleikjum á tímabilinu og hefur hjálpað Everton í baráttunni þeirra um Evrópusæti.

Samkvæmt MARCA er Everton í viðræðum við James um nýjan samning en félagið vill framlengja samninginn um eitt ár.

Everton er einnig í viðræðum við Seamus Coleman og Gylfa Þór Sigurðssyni en Carlo Ancelotti, stjóri Everton, staðfesti að félagið ætlaði sér að bjóða Gylfa nýjan samning í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner