Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 26. apríl 2021 08:51
Magnús Már Einarsson
Shearer og Henry fyrstir í fræðgarhöllina
Alan Shearer og Thierry Henry hafa verið valdir í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar, fyrstir allra.

Shearer er markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði 260 mörk með Blackburn og Newcastle á ferli sínum.

Henry skoraði 175 mörk í 258 leikjum í úrvalsdeildinni með Arsenal og varð fjórum sinnum markakóngur deildarinnar.

Henry varð enskur meistari tvívegis og var í liðinu sem fór taplaust í gegnum úrvalsdeildina 2003/2004.

Fleiri leikmenn verða teknir inn í frægðarhöllina í úrvalsdeildinni á þessu ári.

Athugasemdir
banner
banner