Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   sun 26. maí 2019 21:52
Egill Sigfússon
Gulli Gull: Hannes bjargaði þeim frá niðurlægingu
Gulli var kampakátur eftir sigurinn í kvöld
Gulli var kampakátur eftir sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór á Origo völlinn í kvöld og unnu 0-1 sigur á Val í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks sagði liðið hafa verið miklu betra og átt sigurinn fyllilega skilið.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Mér finnst við vinna verðskuldað, Hannes bara bjargaði þeim frá niðurlægingu finnst mér. Það er auðvitað bara frábært að koma á heimavöll Íslandsmeistarana og vinna. Frá fyrstu mínútu fannst mér við miklu betri, sköpum fullt af færum og þessi frammistaða var til fyrirmyndar."

Breiðablik er með 13 stig í öðru sætinu, 3 stigum frá toppliði ÍA eftir fyrstu 6 leikina og Gulli er ánægður með byrjun liðsins á þessu tímabili.

„Það eru flottir strákar í þessu liði, við sýndum bara góðan leik og frammistöðu. Fórum hærra á völlinn og sýndum hvað við erum góðir í fótbolta. Þetta er fín byrjun, flott frammistaða í upphafi móts og það er enginn smá leikur næst, þar ætlum við að vinna FH."
Athugasemdir