Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Glæsilegt mark Kimmich styrkti stöðu Bayern á toppnum
Roman Bürki stóð of framarlega og þurfti hann að gjalda fyrir það
Roman Bürki stóð of framarlega og þurfti hann að gjalda fyrir það
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Borussia D. 0 - 1 Bayern
0-1 Joshua Kimmich ('43 )

Bayern München vann Borussia Dortmund 1-0 í 28. umferð þýsku deildarinnar í dag í stórslag vikunnar og er Bayern skrefi nær að vinna deildina í ár.

Bayern var nálægt því að komast yfir leiknum er Kingsley Coman fékk boltann í teignum. Hann framlengdi boltann á Serge Gnabry en Lukasz Piszczek var fljótur að bregðast við og bjargaði á línu.

Á 24. mínútu áttu gestirnir annað fínt færi eftir hraða sókn en Roman Bürki sá við Coman.

Eftir mikinn sóknarþunga tókst Bayern að brjóta ísinn og var þar að verki Joshua Kimmich. Hann ákvað að vippa boltanum fyrir utan teig og yfir Bürki. Magnað mark.

Bayern var töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og náðu að stýra spilinu og reyndist það erfitt fyrir heimamenn að spila án þess að hafa gula vegginn.

Erling Braut Haaland fékk gullið tækifæri til að jafna á 58. mínútu eftir lagt spil Dortmund-manna. Boltinn barst á hann í teignum og Jerome Boateng rann til, Haaland ætlaði að nýta sér það en skot hans fór af Boateng og framhjá. Dauðafæri hjá norska framherjanum en einnig smá setja stórt spurningamerki við VAR.

Það sást nokkuð augljóslega í endursýningunni að boltinn fór af olnboganum á Boateng en atvikið var ekki skoðað frekar.

Robert Lewandowski gat bætt við öðru marki fyrir Bayern á 83. mínútu er hann lét vaða fyrir utan teig en skot hans hafnaði í stönginni. Thomas Müller kom sér þá í dauðafæri undir lok leiks en brást bogalistin.

Bayern var í heildina betra liðið í dag og fagnaði afar stórum sigri í titilbaráttunni. Liðið er nú með sjö stiga forystu á Dortmund þegar aðeins sex leikir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner