Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurður Heiðar: Erum ótrúlega ánægðir fyrir hönd Stebba
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Leiknir R. - Skjáskot
Leiknir er í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar.
Leiknir er í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynnt var um þjálfaraskipti hjá Leikni R. í kvöld. Stefán Gíslason sem tók við Leikni í vetur er að ráða sig í þjálfarastarf í Belgíu. Ekki kemur fram í tilkynningunni um hvaða félag er að ræða.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem var aðstoðarmaður Stefáns, tekur við stöðu aðalþjálfara. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki.

„Það er enn stemning í hópnum þrátt fyrir þetta högg. Menn þjappa sér saman og þetta breytist ekki neitt þótt hann fari, það er sama prógram og venjulegur undirbúningur fyrir leik. Við erum brattir," sagði Sigurður við vefsíðu Leiknis í kvöld.

„Á mánudaginn sagði Stebbi mér frá þessu, að þetta væri möguleiki. Í gær var þetta svo til klárt. Ég, félagið og leikmennirnir erum ótrúlega ánægðir fyrir hönd Stebba. Við erum að fókusa á það, að vera ánægðir fyrir hans hönd."

„Ég stíg skrefið í aðalþjálfarann og það breytist ekkert. Við höfum unnið mjög vel saman. Ég er þakklátur Stebba fyrir að hafa gefið mér stórt hlutverk í þjálfarateyminu."

Sigurður hefur unnið lengi að því að gerast aðalþjálfari.

„Þetta kemur aðeins fyrr en ég hélt hér, en þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég gríp það með báðum höndum."

Stefán Gísla tók við Leikni í vetur en Leiknir er í 7. sæti Inkasso-deildarinnar. Fyrsti leikur Sigurðar sem aðalþjálfara verður strax á morgun, gegn Keflavík á útivelli.

„Það verður hörkuleikur. Keflvíkingar eru búnir að ná í tvö góð úrslit í síðustu leikjum. Þetta eru alvöru Keflavíkurlið. Við nálgumst þetta á okkar hátt."

Viðtalið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner