Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 26. júní 2020 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í Mjólkurbikarinn: Bikarmeistarar síðustu tveggja ára mætast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að draga í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og eru afar áhugaverðar viðureignir framundan þar sem öll Pepsi Max-deildarliðin eru enn í keppninni ásamt fjórum liðum úr Lengjudeildinni.

Það verður enginn Lengjudeildarslagur og því verða fjórir Pepsi Max-deildarslagir.

Víkingur R. og Stjarnan eigast við í Víkinni en þar eru á ferð bikarmeistarar síðustu tveggja ára.

Breiðablik og Grótta eigast við í áhugaverðri viðureign og þá er einnig að finna heimaleiki KR og Vals gegn Fjölni og ÍA.

Lengjudeildarlið Fram á heimaleik gegn Fylki. Afturelding heimsækir HK og þá kíkir Þór í Hafnarfjörðinn. Gary Martin og félagar í ÍBV heimsækja KA á Akureyri.

Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí.

16-liða úrslit:
Fram - Fylkir
HK - Afturelding
FH - Þór
Breiðablik - Grótta
KA - ÍBV
Víkingur R. - Stjarnan
KR - Fjölnir
Valur - ÍA
Athugasemdir
banner