sun 26. júní 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flókin staða í Orlando - „Megum ekkert tala við þjálfarann"
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, hefur leikið með Orlando Pride í Bandaríkjunum í eitt og hálft ár núna.

Gunnhildur hefur spilað stórt hlutverk í liðinu, en það hefur aðeins gustað um hjá félaginu upp á síðkastið.

Hún ræddi það aðeins í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Það eru búnir að vera erfiðir tímar,” sagði Gunnhildur þegar hún var spurð út í Orlando.

Það er sem sagt verið að rannsaka eineltismál og annað misferli af hálfu þjálfara liðsins. „Þetta er enn í rannsóknarferli og það má ekkert tala um þetta. Við megum ekkert tala við þjálfarann. Ég veit ekkert hvað er í gangi.”

„Ég ætla að einbeita mér að landsliðinu og ég er ánægð að hafa það, að geta verið hér… það er fínt að komast aðeins í nýtt umhverfi.”

Viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Athugasemdir
banner
banner
banner