banner
   mán 26. júlí 2021 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukur Páll verið meiddur - „Vonum að það sé búið núna"
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, sneri aftur í byrjunarlið Íslandsmeistarana í gær þegar þeir unnu 0-3 útisigur gegn HK í Pepsi Max-deildinni.

Haukur hafði byrjað á bekknum í nokkrum leikjum í röð áður en kom að leiknum í röð.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að Haukur hafi verið að glíma við meiðsli.

„Haukur Páll er búinn að vera meiddur í hné en við vonum að það sé búið núna og hann geti haldið áfram að spila eins og hann gerði í kvöld," sagði Heimir eftir sigur á HK í gær.

Valur tapaði þremur leikjum í röð með Hauk Pál utan byrjunarliðsins; gegn ÍA, Dinamo Zagreb og Bodo/Glimt. Valur hafði tapað fjórum í röð fyrir leikinn í gær.

„Ég hef aldrei tapað fjórum leikjum í röð held ég þannig að það var fínt að vinna," sagði Heimir.
Heimir Guðjóns: Það eru möguleikar i stöðunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner