Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júlí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig leikur ekki sinn fyrsta leik með Fylki í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson gekk í raðir Fylkis, uppeldisfélags síns, í síðustu viku.

Fylkir á leik við KR í kvöld, í Pepsi Max-deildinni. Ragnar er ekki löglegur í þann leik.

„Ég kem ekki heim fyrr en í næstu viku og verð ekki í leikheimild fyrr en í ágúst ef ég skil umboðsmanninn rétt. Það er út af því ég fór til Úkraínu í eitthvað djók þar. Ef ég hefði ekki verið þar þá hefði ég getað komið heim og spilað strax," sagði Ragnar í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Ég er ekkert búinn að vera æfa fótbolta í tvo eða þrjá mánuði þannig að ég get ekki haldið því fram að ég sé í leikformi akkúrat núna. Ég er búinn að halda mér ágætlega við, búinn að vera hlaupa mikið í Köben og búinn að vera í ræktinni."

Miðvörðurinn öflugi hefur átt flottan feril í atvinnumennsku; hann hefur spilað með Gautaborg, FC Kaupmannhöfn, Krasnodar, Fulham, Rubin Kazan, Rostov og Rukh Lviv.

Fylkir hefur verið að spila á frekar ungu liði og ljóst er að Ragnar er mikill hvalreki fyrir liðið, og deildina í heild sinni.

Leikur KR og Fylkis hefst 19:15 og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner