Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 26. júlí 2021 19:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varane hjá Man Utd til 2025 - Kostar um 40 milljónir punda
Mynd: EPA
Raphael Varane er að ganga í raðir Manchester United og mun skrifa undir samning sem gildir í fjögur ár, fram á sumarið 2025. Það verður ákvæði í samningnum sem gerir United kleyft að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.

United er að kaupa Varane frá Real Madrid þar sem miðvörðurinn hefur verið síðasta áratuginn.

United er sagt greiða Real á bilinu 35-41 milljón punda. Sky Sports sem greinir frá því að kaupverðið sé í kringum 41 milljón punda og svo bætast við árangurstengdar greiðslur ofan á þá upphæð.

Varane fer í læknisskoðun á næstu dögum og í kjölfarið verða félagaskiptin staðfest.
Athugasemdir
banner
banner