„Það var tilfinningin, að við ættum að slátra þessum leik í stöðunni 2-0," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir 4-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 4 Breiðablik
FH byrjaði frábærlega og komst í 2-0, en missti forystuna frá sér og tapaði að lokum 4-2.
„Ég held að strákunum hafi liðið vel inn á, við vorum fljótir að vinna boltann aftur, við vorum að herja á þá. Við vorum kannski aðeins ónákvæmir þegar við áttum möguleika að setja í gegn. Ef við hefðum sett þriðja markið þá hefði leikmyndin verið allt önnur. Á sama hátt og hún var önnur þegar þeir urðu einum fleiri."
Ólafi Kristjánssyni hefur gengið illa á móti sínu fyrrum félagi frá því hann sneri aftur í Pepsi Max-deildina og tók við. Fjórir leikir og fjögur töp.
„Þeir eru helvíti flottir á móti okkur og setja fjögur í hvert skipti. Til hamingju með það."
Viðtalið er hér við ofan.
Mánudagsmoli!
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) August 26, 2019
Óli Kri vs Breiðablik eftir að hann mætti heim í Maxið. 4 leikir, 0 stig. Markatalan 15-5.
Athugasemdir