Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2022 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Denayer fer til Shabab Al-Ahli
27 ára gamall Denayer á 35 leiki að baki fyrir Belgíu.
27 ára gamall Denayer á 35 leiki að baki fyrir Belgíu.
Mynd: EPA

Belgíski landsliðsmaðurinn Jason Denayer rann út á samningi hjá Lyon í sumar eftir að hafa verið byrjunarliðsmaður í þrjú og hálft ár hjá franska félaginu.


Denayer, 27 ára gamall, var valinn í belgíska landsliðshópinn á dögunum þrátt fyrir að vera ekki búinn að finna sér nýtt félag.

Nú virðist varnarmaðurinn öflugi vera búinn að finna sér áfangastað - Shabab Al-Ahli í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum. 

Shabab Al-Ahli endaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð og er komið með sex stig eftir þrjár umferðir á nýju tímabili.

Denayer er á leið í flug til Dúbaí þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

Wolves, Fulham og Newcastle eru meðal félaga sem voru orðuð við Denayer í sumar.


Athugasemdir
banner
banner