Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 26. september 2023 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas sjóðandi heitur í bikarsigri - Sævar lagði upp
Andri Lucas
Andri Lucas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyngby er komið áfram í næstu umferð danska bikarsins eftir að hafa unnið HB Köge, 4-2, eftir framlengingu í kvöld.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Lyngby í kvöld og komu tveir þeirra að þremur mörkum liðsins.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði tvö mörk fyrir Lyngby, en sá hefur verið sjóðandi heitur frá því hann kom á láni frá Norrköping og er kominn með 5 mörk og eina stoðsendingu í deild- og bikar í sjö leikjum.

Sævar Atli Magnússon lagði upp annað mark Lyngby fyrir Rezan Corlu snemma í síðari hálfleik.

Andri og Pascal Gregor kláruðu Köge í framlengingunni og komu Lyngby áfram í næstu umferð.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Lyngby í kvöld.

Rúnar Már Sigurjónsson var hvíldur á bekknum í 2-0 sigri Voluntari á Farul í rúmenska bikarnum og þá var Viðar Örn Kjartansson í byrjunarliði CSKA Sofia 1948 sem gerði markalaust jafntefli við Beroe í búlgörsku úrvalsdeildinni. CSKA er í 7. sæti með 15 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner