Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Kane bætti met Ronaldo og Haaland
Mynd: EPA
Bayern 4 - 0 Werder
1-0 Luis Diaz ('22 )
2-0 Harry Kane ('45 , víti)
3-0 Harry Kane ('65 )
4-0 Konrad Laimer ('88 )

Harry Kane hefur verið algjörlega óstöðvandi fyrir Bayern síðan hann gekk til liðs við félagið frá Tottenham fyrir tveimur árum síðan.

Hann skoraði tvennu í sigri liðsins gegn Werder Bremen í kvöld en annað markið var hans hundraðasta fyrir liðið í 104 leikjum. Enginn hefur verið fljótari en hann að skora hundrað mörk fyrir eitt félag en Cristiano Ronaldo skoraði 100. mark sitt í 105. leiknum fyrir Real Madrid og Erling Haaland skoraði einnig sitt 100. mark í 105. leiknum fyrir Man City.

Luis Diaz lagði upp 100. mark Kane sem var þriðja mark liðsins í kvöld en Diaz kom liðinu yfir og Kane bætti öðru markinu við úr vítaspyrnu. Konrad Laimer innsiglaði 4-0 sigur í lokin.

Kane er búinn að skora 15 mörk í átta leikjum í deildinni á tímabilinu.

Bayern er með fullt hús stiga á toppnum eftir fimm umferðir. Werder Bremen er með fjögur stig í 14. sæti.


Athugasemdir
banner