Amad Diallo verður ekki með Manchester United gegn Brentford á morgun vegna fjölskyldusorgar. Hann er að syrgja tengdamóður sína sem var honum eins og móðir en hún lést á dögunum.
„Amad er ekki hér vegna þess að einstaklingur í fjölskyldu hans lést. Við gefum Amad allan stuðning okkur og sýnum því skilning að hann þurfti að halda heim," sagði Rúben Amorim, stjóri Manchester United á fréttamannafundi í dag.
„Hann er að ganga í gegnum erfiða tíma. Við getum unnið leikinn án Amad og við viljum vinna hann fyrir hann."
„Amad er ekki hér vegna þess að einstaklingur í fjölskyldu hans lést. Við gefum Amad allan stuðning okkur og sýnum því skilning að hann þurfti að halda heim," sagði Rúben Amorim, stjóri Manchester United á fréttamannafundi í dag.
„Hann er að ganga í gegnum erfiða tíma. Við getum unnið leikinn án Amad og við viljum vinna hann fyrir hann."
Amad eyddi Instagram reikningi sínum í vikunni eftir að hann fékk mörg ljót skilaboð eftir að hann birti mynd af sér með fyrrum liðsfélaga, Alejandro Garnacho.
„Ég ráðlegg leikmönnum mínum að loka á samfélagsmiðla. Það sem skiptir mestu máli fyrir Amad er að fólkið sem er með honum í hinu raunverulega lífi, félagið og vinir hans, eru til staðar fyrir hann," segir Amorim.
Manchester United heimsækir Manchester United klukkan 11:30 á morgun. Auk Amad verður United án Noussair Mazraoui, Lisandro Martínez og Casemiro í leiknum á morgun.
Athugasemdir