Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. október 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur það öruggt að Solskjær stýri næsta leik
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano, sem er einhver áreiðanlegasti fjölmiðlamaður í heimi, segir það staðfest að Ole Gunnar Solskjær verði áfram knattspyrnustjóri Manchester United.

Það er mjög heitt undir Solskjær eftir 0-5 tap liðsins gegn erkifjendunum í Liverpool um síðustu helgi.

Stór hluti stuðningsmannahóps Man Utd hefur gefist upp á því að hann fari lengra með liðið.

Það voru háværar raddir um það í gær að Solskjær yrði rekinn og Antonio Conte myndi taka við. Í dag lækkuðu þessar raddir. Núna segir Romano að það sé öruggt að Solskjær stýrði liðinu gegn Tottenham um næstu helgi.

Romano segir að Sir Alex Ferguson, goðsögn hjá Manchester United, hafi stutt við bakið á sínum fyrrum leikmanni innan félagsins.

„Ole talaði við leikmennina í dag. Næstu leikir verða mikilvægir," segir Romano.

Ýmsir fjölmiðlar hafa talað um að næstu þrír leikir; gegn Tottenham, Atalanta og Manchester City, gætu ráðið örlögum Norðmannsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner