Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 26. október 2023 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Gent búinn að vara leikmenn sína við Breiðabliki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þjálfari belgíska liðsins Gent, Hein Vanhaezebrouck, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Hann var spurður út í deildarleik liðsins gegn Cercle Brugge um liðna helgi. Liðin mættust á sunnudag og unnu heimamenn í Cercle Brugge 2-0 sigur. Gent er án sigurs í síðustu fjórum leikjum í Belgíu eftir góða byrjun, liðið er í 3. sæti deildarinnar og er þjálfarinn ekki ánægður hversu langt sé liðið frá síðasta sigri í deildinni.

Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Við misstigum okkur og þurfum að læra af því. Ég er búinn að ræða við hópinn og við fengum talsvert út úr því samtali. Fyrir mér snýst þetta ekki um að hafa tapað gegn Cercle Brugge. Það sem ég hef áhyggjur af er langur kafli án sigurs. Við höfum verið betri í lekjum en ekki gert réttu hlutina til að klára leikina. Á sunnudag voru sóknarmennirnir ekki að gera nóg, en ég get ekki skellt allri skuldinni á þá. Þeir sem eru þar fyrir aftan þurfa líka að valda usla."

„Breiðablik er lið eins og Cercle, þora að pressa andstæðingana. Ég er búinn að vara leikmenn mína við því. Ég von að þeir fylgi mínu ráði,"
sagði Vanhaezebrouck.

„Það er rétt, við viljum spila hátt á vellinum, en ég held að við munum aðeins breyta taktíkinni. Við getum ekki gefið Gent of mikið pláss og við verðum að sækja á þá um leið og við vinnum boltann ef tækifærið er til staðar"

„Við eigum von á öflugum andstæðingi. Gent hefur náð góðum árangri heima fyrir og í Evrópu. Og ekki bara á þessu tímabili. Þeir búa yfir mikilli reynslu úr svona leikjum. Við höfum horft á þá og greint leikina, þar á meðal síðasta leik. Þeir gerðu mistök í þeim leik, spiluðu ekki eins og þeir gera venjulega,
sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við belgíska fjölmiðla.

Gent er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum en Breiðablik er án stiga.
Athugasemdir
banner
banner