Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 25. október 2023 18:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Dóri verið busy: Markmiðið er að taka stig í eintölu eða fleirtölu
Við höfum sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að við eigum fullt erindi í þessi lið
Við höfum sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að við eigum fullt erindi í þessi lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar gaf mér stórt hlutverk og mikla ábyrgð
Óskar gaf mér stórt hlutverk og mikla ábyrgð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við þurfum að bregðast við í hvert skipti eftir því hvernig andstæðingurinn spilar.
Við þurfum að bregðast við í hvert skipti eftir því hvernig andstæðingurinn spilar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er búinn að vera lengi í Breiðabliki og þekki liðið og leikmennina vel
Ég er búinn að vera lengi í Breiðabliki og þekki liðið og leikmennina vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Halldór Árnason tók við stjórnartaumunum hjá Breiðabliki í upphafi þessa mánaðar. Á morgun stýrir hann liðinu í fyrsta sinn sem aðalþjálfari í keppnisleik.

Fótbolti.net ræddi við hann fyrir æfingu Breiðabliks á heimavelli í dag. Breiðablik á leik gegn Gent klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og er leikurinn liður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Gent er sem stendur í 3. sæti belgísku deildarinnar. Liðið endaði í 5. sæti á síðasta tímabili og náði með því sæti í Sambandsdeildinni.

Engar stórkostlegar breytingar
Hvernig hafa fyrstu vikurnar sem aðalþjálfari Breiðabliks verið?

„Busy, mikið að gera. Ég byrjaði á því að fara í viku til Noregs, svo tók við mikil vinna, bæði að skipuleggja teymið í kringum mig og setja upp plan til að reyna undirbúa menn fyrir þessa leiki sem eru framundan. Ég er búinn að vera lengi í Breiðabliki og þekki liðið og leikmennina vel. Þannig séð er breytingin ekkert stórkostleg, bara mjög mikið að gera, mjög spennandi og skemmtilegt."

Vissirðu vel í hvaða hlutverk þú varst að stíga?

„Ég og Óskar erum búnir að vinna saman, ekki bara fjögur ár í Breiðabliki heldur tvö ár þar á undan í Gróttu og þar áður í KR. Við unnum mjög vel saman. Óskar gaf mér stórt hlutverk og mikla ábyrgð, ég var meðvitaður um allt sem var að gerast."

„Ég held að það sé mikilvægt að gera ekki of miklar breytingar núna á þessum stutta tíma heldur meira halda hópnum ferskum og svo bara sjá til eftir tímabilið hvort það verði stærri breytingar á hlutunum. Núna er mikilvægt að halda okkar stefnu út þessa keppni."


Markmiðið er að fá stig í riðlinum
Breiðablik er án stiga eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum. Er mikilvægt að fá stig eða jafnvel sigur úr þeim leikjum sem eftir eru?

„Já, ég held það sé gríðarlega mikilvægt og er klárlega okkar markmið. Þetta eru allt erfiðir leikir á móti toppliðum. Við höfum sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að við eigum fullt erindi í þessi lið og höfum verið mjög samkeppnishæfir í þessum leikjum. Við vorum mjög súrir eftir síðasta leik að hafa ekki náð í allavega jafntefli. Við höfum sett okkur það markmið að ná í stig, í eintölu eða fleirtölu, í þessum riðli."

Góður leikur í Glasgow
Hvernig fannst þér leikurinn á móti Rangers ganga upp?

„Mér fannst hann ganga vel upp. Við lögðum hann þannig upp að við settum nánast alla áherslu á okkur sjálfa. Það var auðvitað erfitt að afla sér upplýsinga um lið Rangers, þeir gátu valið sér leikmenn úr aðalliðinu, varaliðinu og U18. Það tók við nýr þjálfari hjá þeim viku fyrir leikinn sem var með puttana í þessum leik líka. Fókusinn var á okkur sjálfum og frammistaðan var mjög kröftug og góð. Þeir stilltu upp virkilega sterku liði sem var ánægjuefni og við fengum það út úr þessum leik það sem við ætluðum okkur; minna taktískt og meira orka og skipulag."

Þurfa að halda í gildin, annars verða þetta langar 90 mínútur
Forveri Dóra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, notaði oft orðin að falla á eigið sverð þegar hann var spurður út í nálgun Breiðabliks í mikilvægum leikjum. Óskar fór ekki með þá nálgun í leiki að verjast, það væri ekki styrkleiki hans liðs.

Verður meiri varnarleikur undir þinni stjórn?

„Það verður að koma í ljós, við þurfum að bregðast við í hvert skipti eftir því hvernig andstæðingurinn spilar. Við höfum fengið mikið af mörkum á okkur í útileikjum í Evrópu. Það er auðvitað eitthvað til að huga að."

„En við ætlum ekki að gjörbylta því sem við höfum verið að gera, viljum finna þau augnablik í leiknum þar sem við getum stigið hátt og pressað og halda mögulega jafnvægi milli þess og að falla niður á milli. Sóknarlega þurfum við að halda í gildin okkar og reyna halda í boltann, annars verða þetta langar 90 mínútur,"
sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner