Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 26. nóvember 2019 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gátum ekki spilað verr en við gerðum"
„Við vorum mjög vonsviknir með byrjunina, við komum ekki með sömu orku og þeir inn í leikinn. Þeir skoruðu tvö mörk og settu okkur undir pressu," sagði Harry Kane, framherji Tottenham, eftir 4-2 sigur á Olympiakos í Meistaradeildinni.

Tottenham lenti 2-0 undir, en kom til baka og vann leikinn 4-2. Með sigrinum tryggði Tottenham sér sæti í 16-liða úrslitunum.

„Við náðum mörkunum og það er góð tilfinning að vera komnir áfram."

Kane skoraði tvisvar í kvöld og er núna búinn að skora 20 Meistaradeildarmörk. Hann er fljótasti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar í 20 mörk.

„Þetta er ekki slæmur leikmaður að komast fram úr (Alessandro Del Piero). Kvöldið í kvöld snerist um að komast áfram, við urðum að vinna og við gerðum það."

Dele Alli var með Kane í viðtalinu á BT Sport og hann sagði: „Við byrjuðum ekki nægilega vel og við töluðum um það í hálfleik að við hefðum ekki getað spilað verr en við getum."

„Ég náði inn marki, það var heppnisstimpill yfir því, en við unnum leikinn."

Athugasemdir
banner