Gunnar Jónas Hauksson framlengdi í gær samning sinn við Gróttu en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Gunnar er 23 ára gamall en hann kom til félagsins frá KR fyrir fimm árum.
Hann er fjölhæfur sóknarmaður sem á að baki 42 leiki og 3 mörk fyrir Gróttu.
Gunnar var á láni hjá Vestra seinni hluta tímabilsins árið 2019 og 2020 ásamt því að spila með Kríu árið 2018.
Hann lék 9 leiki í Lengjudeild karla á síðasta tímabili og skoraði 1 mark er Grótta hafnaði í 3. sæti með 37 stig.
Athugasemdir