
James Maddison, leikmaður Leicester City og enska landsliðsins, æfði með liðinu í dag en England gerði markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum í gær.
Maddison meiddist á hné í síðasta leiknum með Leicester fyrir Heimsmeistaramótið. Hann hefur ekki náð að æfa með liðinu fram að þessu en nú er ljóst að hann gæti verið klár í slaginn gegn Wales.
Maddison hafði æft einn fram að þessu en Gareth Southgate sagði að kappinn gæti verið klár fyrir lokaleikinn í riðli B.
England er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en Southgate hefur verið gagnrýndur eftir frammistöðu liðsins í gær. England gekk illa að skapa færi og hann ákvað að geyma Phil Foden á bekknum.
Good to be back, @Madders10? 😁 pic.twitter.com/9qWDPHkzhd
— England (@England) November 26, 2022
Athugasemdir