Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   lau 26. nóvember 2022 16:20
Aksentije Milisic
Neville botnar ekkert í því afhverju Foden spilar ekki
Mynd: EPA

Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, veltir því fyrir sér hvort eitthvað hafi komið fyrir utan vallar hjá Phil Foden en Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, notaði leikmanninn ekkert í markalausu jafntefli gegn Bandaríkjunum í gær.


Foden fékk um tuttugur mínútur í fyrsta leik liðsins gegn Íran sem vannst sannfærandi og svo í gær fékk hann ekki eina mínútu. Það er eitthvað sem fáir skilja.

Neville segir að það er erfitt að átta sig á því afhverju Southgate notar leikmanninn svona lítið og veltir hann því fyrir sér hvort eitthvað hafi komið fyrir bakvið tjöldin.

„Ég skil ekki alveg þetta með Foden, mér finnst hann vera lang besti leikmaður Englands," sagði Gary.

„Hann er einstakur leikmaður og mér finnst að hann eigi að spila, það þarf að spila hann í form og það hefur virkað með landsliðinu."

„Á mínum tíma með landsliðinu fannst mér stundum Paul Scholes fá svipaða meðhöndlun. Ég vaknaði í morgun og fór að hugsa hvort það hafi eitthvað gerst á æfingu eða eitthvað utan vallar hjá Foden sem gæti útskýrt þetta."

Foden hefur stundum komist í klandur á sínum ferli en hann og Mason Greenwood voru eftirminnilega sendir heim eftir að þeir brutu sóttvarnarreglur á Íslandi árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner