PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 26. nóvember 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Man Utd heimsækir botnlið Everton
Mynd: EPA
Tveir leikir eru spilaðir í þrettándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tottenham á möguleika á því að taka toppsætið er liðið fær Aston Villa í heimsókn klukkan 14:00. Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í gær og gefur það Tottenham frábæran möguleika á að endurheimta toppsætið.

Það gefur Aston Villa sömuleiðis möguleika á að vera með í toppbaráttunni. Villa er í 5. sæti með 25 stig og Tottenham í sætinu fyrir ofan með 26 stig.

Klukkan 16:30 mætast Everton og Manchester United á Goodison Park.

Á dögunum voru tíu stig dregin af Everton vegna brota á fjárhagsreglum. Everton er því komið í botnsæti deildarinnar með aðeins 4 stig. Þungar fréttir fyrir Everton hvernig tekst liðið á við þetta mótlæti?

United hefur ekki riðið feitum hesti á þessari leiktíð. Liðið hefur tapað fimm af tólf deildarleikjum sínum. United er með 21 stig í 8. sæti.

Leikir dagsins:
14:00 Tottenham - Aston Villa
16:30 Everton - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Brighton 15 6 5 4 24 20 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 16 28 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner