Unai Emery, stjóri Aston Villa, neitaði að tjá sig um mögulega framlengingu á samningi Ezri Konsa. Enski landsliðsmiðvörðurinn hefur spilað vel á tímabilinu og á tvö og hálft ár eftir af núgildandi samningi.
Hann er 28 ára og hefur spilað 15 af 17 leikjum liðsins í öllum keppnum.
Hann er 28 ára og hefur spilað 15 af 17 leikjum liðsins í öllum keppnum.
„Ég veit það ekki! Það er undir félaginu komið líka, ég veit ekki hvenær núgildandi samningur rennur út," sagði Emery þegar hann var spurður hvort það væri möguleiki á því að Konsa fengi nýjan samning.
Fréttamaður sagði við Emery að samningur Konsa sé í gildi til 2028. Emery sló þá á rétta strengi.
„2028? Þú vilt fá nýjan samning núna árið 2025? Ertu umboðsmaðurinn hans?" sagði Emery léttur.
Unai Emery was asked about whether he wants Ezri Konsa to sign a new deal.
— Jacob Tanswell (@J_Tanswell) November 26, 2025
"I don't know when his contract is."
Reply: "2028."
"2028? It’s 2025. You are his agent? 2028, oof... so long!" #AVFC
Athugasemdir


