Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emery léttur: Ertu umboðsmaður hans?
Ezri Konsa
Ezri Konsa
Mynd: EPA
Unai Emery, stjóri Aston Villa, neitaði að tjá sig um mögulega framlengingu á samningi Ezri Konsa. Enski landsliðsmiðvörðurinn hefur spilað vel á tímabilinu og á tvö og hálft ár eftir af núgildandi samningi.

Hann er 28 ára og hefur spilað 15 af 17 leikjum liðsins í öllum keppnum.

„Ég veit það ekki! Það er undir félaginu komið líka, ég veit ekki hvenær núgildandi samningur rennur út," sagði Emery þegar hann var spurður hvort það væri möguleiki á því að Konsa fengi nýjan samning.

Fréttamaður sagði við Emery að samningur Konsa sé í gildi til 2028. Emery sló þá á rétta strengi.

„2028? Þú vilt fá nýjan samning núna árið 2025? Ertu umboðsmaðurinn hans?" sagði Emery léttur.

Athugasemdir
banner