Nökkvi Már Nökkvason hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rift samningi sínum við ÍBV. Hann var samningsbundinn út næsta ár en er nú laus allra mála.
Hann er 25 ára og uppalinn hjá Stjörnunni en hefur verið í Eyjum síðan 2017.
Hann á að baki 72 deildarleiki með ÍBV og 12 fyrir venslaliðið KFS.
Hann er 25 ára og uppalinn hjá Stjörnunni en hefur verið í Eyjum síðan 2017.
Hann á að baki 72 deildarleiki með ÍBV og 12 fyrir venslaliðið KFS.
Hann er fjölhæfur leikmaður, getur bæði spilað í vörninni og á miðjunni, spilaði aðallega sem bakvörður og á miðjunni með ÍBV en getur einnig spilað í hjarta varnarinnar.
Hann kom við sögu í 22 leikjum með ÍBV í Bestu deildinni í sumar.
Nökkvi er eldri bróðir Guðmundar Baldvins sem spilar með Stjörnunni.
Athugasemdir


