Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Viktor Bjarka skora í fyrsta byrjunarliðsleiknum í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Framarinn Viktor Bjarki Daðason skoraði annað Meistaradeildarmark sitt fyrir FCK er hann kom liðinu í 1-0 gegn Kairat Almaty í kvöld.

Í síðasta mánuði varð hann þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar og er hann bara rétt að byrja.

Hann er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppninni í kvöld og skoraði annað Meistaradeildarmark sitt á 26. mínútu er hann stangaði boltann af stuttu færi í netið.

Draumabyrjun Viktors sem hefur komið að fimm mörkum með aðalliðinu á tímabilinu og rétt að minna á það að hann er aðeins 17 ára gamall!

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner