Brasilíska stórstjarnan Neymar var ekki með í 1-1 jafntefli Santos gegn Internacional á mánudag en hann fann fyrir óþægindum í hné í aðdraganda leiksins.
Komið hefur í ljós að meiðslin munu halda honum frá út tímabilið, hann mun missa af síðustu þremur umferðunum.
Komið hefur í ljós að meiðslin munu halda honum frá út tímabilið, hann mun missa af síðustu þremur umferðunum.
Neymar hefur verið meira og minna á meiðslalistanum síðustu ár og lítið sem ekkert gengið upp hjá þessum 33 ára leikmanni síðan hann fór til Al Hilal fyrir tveimur árum.
Santos er í fallsæti, einu sæti og einu stigi frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir.
Neymar er markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins en hefur ekki klæðst landsliðstreyjunni síðan í október 2023. Hann hefur sagst enn halda í vonina um að spila með Brasilíu á HM á næsta ári.
Athugasemdir



