City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 26. desember 2022 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk vissi að Gakpo væri á leiðinni - „Vonandi getum við boðið nýja leikmenn velkomna"
Cody Gakpo og Virgil van Dijk eru liðsfélagar hjá hollenska landsliðinu og bráðlega hjá Liverpool
Cody Gakpo og Virgil van Dijk eru liðsfélagar hjá hollenska landsliðinu og bráðlega hjá Liverpool
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, vissi klárlega eitthvað um það að Cody Gakpo væri á leið til félagsins frá PSV Eindhoven en hann gaf það tilkynna í viðtali eftir 3-1 sigurinn á Aston Villa.

Van Dijk skoraði annað mark Liverpool gegn Villa á Villa Park í kvöld en eftir leikinn ræddi hann við fjölmiðla

„Vonandi koma meiddu leikmennirnir sem fyrst og vonandi getum við boðið nýja leikmenn velkomna til félagsins, sjáum til. Ég held að gæði séu alltaf velkomin hér hjá Liverpool,“ sagði Van Dijk eftir leikinn gegn Aston Villa.

Tæpri klukkustund síðar birtu enskir miðlar fréttir þess efnis að viðræður Liverpool við PSV um Gakpo væru komnar langt á veg og PSV staðfesti síðan samkomulag við enska félagið stuttu síðar.

Gakpo, sem er 23 ára gamall, er einn eftirsóttasti sóknarmaður heims um þessar mundir en hann skoraði þrjú mörk fyrir Holland á HM í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner