Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
banner
   sun 27. janúar 2019 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnheiður býður sig ekki fram - Guðni gegn Geir?
Guðni Bergsson er núverandi formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er núverandi formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun ekki bjóða sig fram sem formann KSÍ. Þetta staðfestir hún í samtali við Fótbolta.net.

Ragnheiður íhugaði að blanda sér í slaginn, en að lokum ákvað hún ekki að fara fram. Ragnheiður er frá Akranesi en faðir hennar er Ríkharður Jónsson sem er einn besti fótboltamaður sögunnar á Íslandi.

Ragnheiður er fyrrum alþingiskona og fyrrum bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Þá er hún einnig fyrrum skólastjóri. Sonur hennar er fyrrum landsliðsmaðurinn Ríkharður Daðason.

Framboðsfrestur rann út í gær. Ekki hefur frést af fleiri framboðum og því er útlit fyrir að Guðni og Geir séu tveir að berjast um stöðuna. Enginn aðili fyrir utan þá tvo hefur greint frá framboði opinberlega.

Á morgun verður það gefið út hvort einhver fleiri framboð hafi borist.

Ársþing KSÍ fer fram 9. febrúar og það verður kosið til formanns. Guðni Bergsson hefur gegnt embættinu síðastliðin tvö ár, en þar áður var Geir formaður. Geir er heiðursformaður en hann sækist nú eftir því að komast aftur að sem formaður.
Athugasemdir
banner
banner