Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. janúar 2021 06:00
Elvar Geir Magnússon
Ashley Williams leggur skóna á hilluna
Ashley Williams á góðri stundu með Wales.
Ashley Williams á góðri stundu með Wales.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Ashley Williams hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna, 36 ára að aldri.

Williams var fyrirliði Wales og er fyrrum varnarmaður Swansea og Everton.

Hann hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Bristol City í lok síðasta tímabils.

Williams segist hafa hafnað tilboðum um að halda áfram að spila og að ferill sinn hafi verið magnað ferðalag.

Hann er stoltur af ferlinum og segir að sitt stærsta afrek hafi verið að bera fyrirliðaband Wales í undanúrslitum Evrópumótsins 2016.

Hann segist ætla að halda áfram að vera tengdur fótbolta í framtíðinni.




Athugasemdir
banner
banner