Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. janúar 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: Juventus og Atalanta í undanúrslit
Kulusevski skoraði og lagði upp.
Kulusevski skoraði og lagði upp.
Mynd: Getty Images
Atalanta mætir annað hvort Napoli eða Spezia í undanúrslitum.
Atalanta mætir annað hvort Napoli eða Spezia í undanúrslitum.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus eru komnir áfram í undanúrslit ítalska bikarsins ásamt Atalanta.

Juventus fór með öruggan sigur af hólmi gegn B-deildarliði Spal á heiamvelli. Alvaro Morata skoraði úr vítaspyrnu á 16. mínútu og Gianluca Frabotta bætti við öðru marki á 33. mínútu.

Dejan Kulusevski lagði upp fyrir Frabotta og Svíinn efnilegi var svo sjálfur á ferðinni á 78. mínútu. Federico Chiesa bætti svo við fjórða markinu áður en leikurinn kláraðist og lokatölur 4-0.

Juventus mun mæta Inter í undanúrslitum og Atalanta mun mæta annað hvort Napoli eða Spezia.

Atalanta fór með sigur af hólmi gegn Lazio í skemmtilegum leik fyrr í kvöld. Staðan var 2-2 að loknum fyrri hálfleiknum en Aleksey Miranchuk skoraði sigurmarkið á 57. mínútu. Atalanta var manni færri frá 54. mínútu eftir að Jose Luis Palomino fékk rauða spjaldið, en tókst þrátt fyrir það að landa sigrinum.

Juventus 4 - 0 Spal
1-0 Alvaro Morata ('16 , víti)
2-0 Gianluca Frabotta ('33 )
3-0 Dejan Kulusevski ('78 )
4-0 Federico Chiesa ('90 )

Atalanta 3 - 2 Lazio
1-0 Berat Djimsiti ('7 )
1-1 Vedat Muriqi ('17 )
1-2 Francesco Acerbi ('34 )
2-2 Ruslan Malinovskiy ('37 )
3-2 Aleksey Miranchuk ('57 )
Rautt spjald: Jose Luis Palomino, Atalanta ('54)
Athugasemdir
banner
banner
banner