Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. janúar 2021 23:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Dómarinn gerði tvö mistök - Seinna markið svo slakt
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Við vorum með boltann nánast allan leikinn en þegar þú færð tvö slæm mörk á þig þá verður þetta alltaf erfitt," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir ansi óvænt tap gegn Sheffield United á heimavelli í kvöld.

Sheffield United hafa verið hörmulegir á tímabilinu til þessa og höfðu aðeins náð í fimm stig í 19 leikjum fyrir leikinn í kvöld. Þeir mættu hins vegar á Old Trafford og börðust eins og ljón. Þeim tókst að vinna leikinn 2-1. United hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri.

„Við sköpuðum ekki nægilega góð færi til að skora nægilega mikið af mörkum."

„Það vantaði töfrana. Þeir vörðust vel. Hrós á þá en við fundum ekki lausnirnar. Fyrra markið þeirra er brot, Billy Sharp hleypur inn í David de Gea. Á hinum endanum var ekkert brot í markinu sem við skoruðum. Dómarinn gerir tvö mistök."

„Seinna markið sem við fáum á okkur er svo slakt. Auðvelt."

„Það er enginn tími til að vorkenna sjálfum sér. Við eigum leik gegn Arsenal á laugardaginn og verðum að gleyma þessu og halda áfram."

Sjá einnig:
„Lélegasti varnarleikur í sögu knattspyrnunnar" hjá Man Utd
Mark Sheffield United fékk að standa en ekki mark Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner