mið 27. janúar 2021 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark Sheffield United fékk að standa en ekki mark Man Utd
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks á Old Trafford þar sem Manchester United er undir gegn botnliði Sheffield United.

Man Utd hefur ekki spilað sérstaklega vel en stuðningsmenn liðsins eru fúlir út í dómarann eftir þennan fyrri hálfleik.

Kean Bryan skoraði fyrir Sheffield United eftir hornspyrnu. Billy Sharp, reynslubolti í liði gestana, ýtti á David de Gea, markvörð Man Utd, en ekkert var dæmt á það.

Stuttu síðar skoraði Man Utd en þá var dæmt brot á Harry Maguire fyrir að hoppa inn í Aaron Ramsdale, markvörð Sheffield United.

Stuðningsmenn Man Utd lýsa yfir óánægju sinni á Twitter með að annað markið hafi fengið að standa en ekki hitt. Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Man Utd, fannst þetta vera brot hjá Sharp og Peter Crouch, fyrrum sóknarmaður enska landsliðsins, var því sammála.

„Ég hélt fyrst að Rio væri bara að vera hlutdrægur en Billy Sharp er ekki með augu á boltanum. Hann ætlaði að trufla De Gea og gerði það. Þetta er brot," sagði Crouch.

Seinni hálfleikurinn er framundan. Man Utd getur komist á toppinn með sigri.









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner