Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fim 27. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Máni: Klárlega spennandi tímar framundan
,,Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu''
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Það eru klárlega spennandi tímar framundan, fyrstu vikurnar hafa farið vel af stað og ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður FH, í dag. Hann var kynntur sem leikmaður FH í dag en hann kemur frá Fylki. Heiðar er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki.

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan

„Þetta tók alls ekki langan tíma, minna en tvær vikur. Það var erfitt að fara frá Fylki, Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu. Ég fékk boð um að koma á æfingar hjá FH, ákvað að grípa tækifærið og leist vel á FH sem félag."

„Ég er ekki viss hvort ég verði með eitthvað hlutverk í meistaraflokki í sumar. Ég er hér til að verða betri og við vonum það besta."
Fjalar Þorgeirsson er markmannsþjálfari FH. „Ég er búinn að læra af Fjalari og mun gera það áfram. Ég þekkti Fjalar ekki áður en ég kom hingað."

Heiðar á að baki þrjá leiki með U17 landsliðinu. „Það hefur gengið frábærlega. Vonandi fáum við leiki í febrúar úti."

Heiðar er sonur Hermanns Albertssonar sem lék með FH á árum áður. Hermann var hluti af Íslandsmeistaraliðum FH áriðn 2005 og 2006. „Það spilar ekkert inni en þetta hefur einhverja þýðingu fyrir hann. Hann hélt sig frá þessu þegar ég var að taka ákvörðun og leyfði mér að sjá um þetta."

Ertu með langtímamarkmið í fótboltanum? „Ég er klárlega að horfa í atvinnumennsku, komast eins langt og hægt er. Það kemur bara í ljós hvort eða hvenær það verður," sagði Heiðar.
Athugasemdir
banner
banner