Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   fim 27. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Máni: Klárlega spennandi tímar framundan
,,Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu''
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Það eru klárlega spennandi tímar framundan, fyrstu vikurnar hafa farið vel af stað og ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður FH, í dag. Hann var kynntur sem leikmaður FH í dag en hann kemur frá Fylki. Heiðar er fæddur árið 2005 og er á yngsta ári í 2. flokki.

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan

„Þetta tók alls ekki langan tíma, minna en tvær vikur. Það var erfitt að fara frá Fylki, Fylkir á alltaf eftir að eiga stað í hjarta mínu. Ég fékk boð um að koma á æfingar hjá FH, ákvað að grípa tækifærið og leist vel á FH sem félag."

„Ég er ekki viss hvort ég verði með eitthvað hlutverk í meistaraflokki í sumar. Ég er hér til að verða betri og við vonum það besta."
Fjalar Þorgeirsson er markmannsþjálfari FH. „Ég er búinn að læra af Fjalari og mun gera það áfram. Ég þekkti Fjalar ekki áður en ég kom hingað."

Heiðar á að baki þrjá leiki með U17 landsliðinu. „Það hefur gengið frábærlega. Vonandi fáum við leiki í febrúar úti."

Heiðar er sonur Hermanns Albertssonar sem lék með FH á árum áður. Hermann var hluti af Íslandsmeistaraliðum FH áriðn 2005 og 2006. „Það spilar ekkert inni en þetta hefur einhverja þýðingu fyrir hann. Hann hélt sig frá þessu þegar ég var að taka ákvörðun og leyfði mér að sjá um þetta."

Ertu með langtímamarkmið í fótboltanum? „Ég er klárlega að horfa í atvinnumennsku, komast eins langt og hægt er. Það kemur bara í ljós hvort eða hvenær það verður," sagði Heiðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner