Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 23:31
Ívan Guðjón Baldursson
Caicedo biður um sölu með færslu á Instagram
Caicedo á 26 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni.
Caicedo á 26 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Caicedo er lykilmaður í landsliði Ekvador.
Caicedo er lykilmaður í landsliði Ekvador.
Mynd: Getty Images

Miðjumaðurinn öflugi Moises Caicedo virðist vera búinn að biðja um sölu frá Brighton á frekar furðulegan máta. Þessi landsliðsmaður Ekvador réði nýja umboðsmenn fyrr á tímabilinu og vilja þeir að hann skipti um félag sem fyrst eftir að stórt tilboð barst frá Arsenal.


Caicedo fór ekki hefðbundna leið til að biðja um sölu heldur birti hann afar áhugaverða færslu á Instagram reikningi sínum, þar sem ætlun hans virðist ekki vera sérlega skýr.

Caicedo, sem er 21 árs og nýlega búinn að læra helstu undirstöðuatriðin í ensku, segist vona að félagið og stuðningsmenn skilji hans hlið. 

„Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri að spila í ensku úrvalsdeildinni með Brighton. Ég hef alltaf gert mitt besta fyrir félagið og spilað með bros á vör og gleði í hjarta," segir í færslu Caicedo, sem hann hefur eflaust fengið einhverja hjálp við að skrifa.

„Ég er yngstur af tíu systkinum og er alinn upp í fátækt í Santa Domingo í Ekvador. Draumur minn hefur alltaf verið að verða besti leikmaður í sögu Ekvador."

Á þessum tímapunkti tekur færslan snarpa beygju sem endar þannig að lesendur eiga í erfiðleikum með að skilja hvað er í gangi. Ekki er ljóst hvort Caicedo sé að biðja um sölu eða hvort hann sé að tilkynna félagsskipti sín til annars félags alltof snemma.

„Ég er stoltur að geta hjálpað Brighton með því að verða dýrasti leikmaður í sögu félagsins, þá getur félagið notað þann pening til að fjárfesta og haldið áfram að vera sigursælt.

„Stuðningsmennirnir munu alltaf eiga sér stað í hjarta mínu og ég vona að þeir skilji ástæðurnar fyrir því að ég vil grípa þetta tækifæri meðan það gefst."

Greint var frá því fyrr í dag að Brighton hafi hafnað 60 milljón punda tilboði frá Arsenal í Caicedo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner