Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 27. janúar 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham líklegasti áfangastaðurinn fyrir Evan Ferguson
Brighton virðist vera reiðubúið til að hleypa ungstirni sínu Evan Ferguson burt á lánssamningi á lokadögum janúargluggans og eru mörg sterk úrvalsdeildarfélög áhugasöm.

West Ham United, Tottenham Hotspur og Bournemouth eru nefnd til sögunnar í frétt Sky Sports en Ferguson hefur ekki fengið þann spiltíma sem hann vill undir stjórn Fabian Hürzeler, sem kýs frekar að nota Danny Welbeck, Georginio Rutter eða Joao Pedro í byrjunarliðinu.

West Ham virðist líklegasti áfangastaðurinn, þar sem Ferguson myndi endursameinast Graham Potter fyrrum þjálfara sínum hjá Brighton. Hamrarnir eru þá einnig að reyna að krækja í André Silva frá RB Leipzig.

Tottenham er í framherjaleit alveg eins og West Ham en ólíklegt er að félagið geti lofað honum þeim spiltíma sem hann vill fá þegar Dominic Solanke og Richarlison ná fullum bata eftir meiðsli.

Hjá Bournemouth eru meiri líkur á að fá spiltíma þar sem báðir framherjar félagsins eru að glíma við erfið langtímameiðsli.

Fulham er einnig meðal félaga sem hafa verið nefnd til sögunnar.

Ferguson er 20 ára gamall og er með fjögur og hálft ár eftir af samningi sínum við Brighton. Hann er að glíma við ökklameiðsli þessa dagana og hefur ekki spilað fótbolta síðan um miðjan desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner