Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 27. febrúar 2024 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Icelandair
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur hér til vinstri.
Hildur hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var mjög sætt í endan og við áttum þetta fyllilega skilið fannst mér í þessum leik," sagði miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir eftir sigur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Staðan var jöfn eftir fyrri leikurinn en Serbía byrjaði betur í dag og tók forystuna snemma. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og vann að lokum 2-1 eftir dramatískar lokamínútur.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við fáum mark á okkur fljótlega eftir að leikurinn byrjaði og erum ekki inn í leiknum fyrstu mínúturnar, en svo finnst mér við vera með tökin á leiknum mestallan leikinn. Við þurftum bara að bíða eftir mörkunum."

„Við áttum nokkrar góðar sóknir sem enduðu ekki með markið og við einbeitum okkur að því að búa til fleiri þannig í seinni hálfleik, og skora úr þeim sóknum. Sem við gerðum."

Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin með flottu marki og svo kom sigurmarkið stuttu seinna. Hildur átti ágætis þátt í því marki þar sem hún vann boltann út við hliðarlínu. Amanda Andradóttir kom svo boltanum á Sveindísi úti hægra megin og hún finnur Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem gerði sigurmarkið.

„Þetta var bara gaman. Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því, en það var bara gaman. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað," sagði Hildur og hló en það mark byrjaði á hennar baráttu.

„Það var geggjað að fagna með þeim sem mættu. Það mættu alveg margir en fyrir okkur var þetta bara eins og full stúka."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.


Athugasemdir
banner