Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 27. febrúar 2024 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Icelandair
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur hér til vinstri.
Hildur hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var mjög sætt í endan og við áttum þetta fyllilega skilið fannst mér í þessum leik," sagði miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir eftir sigur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Staðan var jöfn eftir fyrri leikurinn en Serbía byrjaði betur í dag og tók forystuna snemma. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og vann að lokum 2-1 eftir dramatískar lokamínútur.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við fáum mark á okkur fljótlega eftir að leikurinn byrjaði og erum ekki inn í leiknum fyrstu mínúturnar, en svo finnst mér við vera með tökin á leiknum mestallan leikinn. Við þurftum bara að bíða eftir mörkunum."

„Við áttum nokkrar góðar sóknir sem enduðu ekki með markið og við einbeitum okkur að því að búa til fleiri þannig í seinni hálfleik, og skora úr þeim sóknum. Sem við gerðum."

Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin með flottu marki og svo kom sigurmarkið stuttu seinna. Hildur átti ágætis þátt í því marki þar sem hún vann boltann út við hliðarlínu. Amanda Andradóttir kom svo boltanum á Sveindísi úti hægra megin og hún finnur Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem gerði sigurmarkið.

„Þetta var bara gaman. Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því, en það var bara gaman. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað," sagði Hildur og hló en það mark byrjaði á hennar baráttu.

„Það var geggjað að fagna með þeim sem mættu. Það mættu alveg margir en fyrir okkur var þetta bara eins og full stúka."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.


Athugasemdir