„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var mjög sætt í endan og við áttum þetta fyllilega skilið fannst mér í þessum leik," sagði miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir eftir sigur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.
Staðan var jöfn eftir fyrri leikurinn en Serbía byrjaði betur í dag og tók forystuna snemma. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og vann að lokum 2-1 eftir dramatískar lokamínútur.
Staðan var jöfn eftir fyrri leikurinn en Serbía byrjaði betur í dag og tók forystuna snemma. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og vann að lokum 2-1 eftir dramatískar lokamínútur.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Serbía
„Við fáum mark á okkur fljótlega eftir að leikurinn byrjaði og erum ekki inn í leiknum fyrstu mínúturnar, en svo finnst mér við vera með tökin á leiknum mestallan leikinn. Við þurftum bara að bíða eftir mörkunum."
„Við áttum nokkrar góðar sóknir sem enduðu ekki með markið og við einbeitum okkur að því að búa til fleiri þannig í seinni hálfleik, og skora úr þeim sóknum. Sem við gerðum."
Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin með flottu marki og svo kom sigurmarkið stuttu seinna. Hildur átti ágætis þátt í því marki þar sem hún vann boltann út við hliðarlínu. Amanda Andradóttir kom svo boltanum á Sveindísi úti hægra megin og hún finnur Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem gerði sigurmarkið.
„Þetta var bara gaman. Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því, en það var bara gaman. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað," sagði Hildur og hló en það mark byrjaði á hennar baráttu.
„Það var geggjað að fagna með þeim sem mættu. Það mættu alveg margir en fyrir okkur var þetta bara eins og full stúka."
Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.
Bryndís Arna Níelsdóttir kemur Íslandi yfir eftir frábæran sprett Sveindísar Jane! Koma svo Ísland! ???????? pic.twitter.com/AZUibOoVkw
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 27, 2024
Athugasemdir