Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 27. febrúar 2024 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Icelandair
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur hér til vinstri.
Hildur hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var mjög sætt í endan og við áttum þetta fyllilega skilið fannst mér í þessum leik," sagði miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir eftir sigur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Staðan var jöfn eftir fyrri leikurinn en Serbía byrjaði betur í dag og tók forystuna snemma. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og vann að lokum 2-1 eftir dramatískar lokamínútur.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við fáum mark á okkur fljótlega eftir að leikurinn byrjaði og erum ekki inn í leiknum fyrstu mínúturnar, en svo finnst mér við vera með tökin á leiknum mestallan leikinn. Við þurftum bara að bíða eftir mörkunum."

„Við áttum nokkrar góðar sóknir sem enduðu ekki með markið og við einbeitum okkur að því að búa til fleiri þannig í seinni hálfleik, og skora úr þeim sóknum. Sem við gerðum."

Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin með flottu marki og svo kom sigurmarkið stuttu seinna. Hildur átti ágætis þátt í því marki þar sem hún vann boltann út við hliðarlínu. Amanda Andradóttir kom svo boltanum á Sveindísi úti hægra megin og hún finnur Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem gerði sigurmarkið.

„Þetta var bara gaman. Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því, en það var bara gaman. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað," sagði Hildur og hló en það mark byrjaði á hennar baráttu.

„Það var geggjað að fagna með þeim sem mættu. Það mættu alveg margir en fyrir okkur var þetta bara eins og full stúka."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner