Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 27. febrúar 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaupin á Mudryk séu brottrekstrarsök
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: Getty Images
Darren Bent, sem lék lengi sem sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, segir að sá sem beri ábyrgð á kaupum Mykhailo Mudryk til Chelsea eigi skilið að vera rekinn.

Mudryk kom til Chelsea frá Shakhtar Donetsk fyrir rúmu ári síðan fyrir um 90 milljónir punda. Hann hafði verið mikið orðaður við Arsenal líka en endaði hjá Chelsea.

Það er óhætt að segja að tími hans á Englandi hafi verið hörmulegur til þessa. Hann hefur spilað 43 leiki en aðeins byrjað 20 þeirra. Í þeim hefur hann skorað fjögur mörk og lagt upp fimm.

Mudryk kom inn á í úrslitaleik deildabikarsins síðasta sunnudag en átti alls ekki góða innkomu.

„Sá sem gaf grænt á kaupin á Mudryk fyrir þennan pening á það skilið að vera rekinn. Hann kom inn á í þessum leik og hafði engin áhrif."

„Ég hélt að þetta gæti verið hans augnablik. Stór völlur og leikmenn Liverpool þreyttir. Hann er með gríðarlegan hraða en hann sýndi ekkert."
Athugasemdir
banner
banner
banner