Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   þri 27. febrúar 2024 18:53
Sverrir Örn Einarsson
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigrinum fagnað í leikslok.
Sigrinum fagnað í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands var að vonum kátur er hann mæti í viðtal að afloknum leik Íslands og Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Sigur Íslands tryggði liðinu áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar UEFA og betri möguleika fyrir vikið á sæti í lokakeppni EM að ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við nýttum fleiri færi og skoruðum. Við sköpuðum okkur líka alveg önnur færi sem við hefðum getað skorað úr en heilt yfir fannst mér við sterkara liðið í þessum leik og áttum alveg sigurinn skilið," sagði Þorsteinn aðspurður um hvað hefði fyrst og fremst búið að baki þessum sigri.

Leikurinn byrjaði þó ekki glæsilega fyrir lið Íslands sem var lent 1-0 undir eftir aðeins um sex mínútna leik. Gestirnir frá Serbíu gerðu eftir það sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til að liggja í grasinu. Var það eitthvað sem kom Steina á óvart?

„Nei alls ekki, þær komast yfir fljótt og þá breytist aðeins planið hjá þeim. Þær fóru aftar og fóru að liggja í grasinu sem kom í sjálfu sér ekkert á óvart og er ekkert óeðlilegt þegar þú ert komin yfir og þarft bara að vinna. Þú gerir bara allt sem þú getur til að vinna fótboltaleiki og þær gerðu það.“

Ísland var 1-0 undir þegar gengið var til hálfleiks og var langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn með snotru marki. Var púlsinn hjá Steina farinn að hækka á þeim tímapunkti?

„Já, auðvitað er maður alltaf eitthvað stressaður og það bara fylgir þessu. Það er það sem heldur manni í þessu, þetta adrenalín og kikk í þessu. Það er ástæðan fyrir því að maður er í þjálfun þessi spenna og allt sem fylgir því að spila spennandi leiki. Þetta er það sem allir vilja vera í og er allt í lagi á meðan að maður fær ekki slag.“

Sagði Þorsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars komandi undankeppni og þróun liðsins sem og aðstöðumál landsliðins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner