Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
   þri 27. febrúar 2024 18:53
Sverrir Örn Einarsson
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigrinum fagnað í leikslok.
Sigrinum fagnað í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands var að vonum kátur er hann mæti í viðtal að afloknum leik Íslands og Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Sigur Íslands tryggði liðinu áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar UEFA og betri möguleika fyrir vikið á sæti í lokakeppni EM að ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við nýttum fleiri færi og skoruðum. Við sköpuðum okkur líka alveg önnur færi sem við hefðum getað skorað úr en heilt yfir fannst mér við sterkara liðið í þessum leik og áttum alveg sigurinn skilið," sagði Þorsteinn aðspurður um hvað hefði fyrst og fremst búið að baki þessum sigri.

Leikurinn byrjaði þó ekki glæsilega fyrir lið Íslands sem var lent 1-0 undir eftir aðeins um sex mínútna leik. Gestirnir frá Serbíu gerðu eftir það sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til að liggja í grasinu. Var það eitthvað sem kom Steina á óvart?

„Nei alls ekki, þær komast yfir fljótt og þá breytist aðeins planið hjá þeim. Þær fóru aftar og fóru að liggja í grasinu sem kom í sjálfu sér ekkert á óvart og er ekkert óeðlilegt þegar þú ert komin yfir og þarft bara að vinna. Þú gerir bara allt sem þú getur til að vinna fótboltaleiki og þær gerðu það.“

Ísland var 1-0 undir þegar gengið var til hálfleiks og var langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn með snotru marki. Var púlsinn hjá Steina farinn að hækka á þeim tímapunkti?

„Já, auðvitað er maður alltaf eitthvað stressaður og það bara fylgir þessu. Það er það sem heldur manni í þessu, þetta adrenalín og kikk í þessu. Það er ástæðan fyrir því að maður er í þjálfun þessi spenna og allt sem fylgir því að spila spennandi leiki. Þetta er það sem allir vilja vera í og er allt í lagi á meðan að maður fær ekki slag.“

Sagði Þorsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars komandi undankeppni og þróun liðsins sem og aðstöðumál landsliðins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner