mán 27. mars 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Skotmark Liverpool vill skipta um félag
Le Fée í leik gegn Kylian Mbappe og félögum í PSG.
Le Fée í leik gegn Kylian Mbappe og félögum í PSG.
Mynd: EPA

Liverpool hefur sýnt Enzo Le Fée, öflugum miðjumanni Lorient í franska boltanum, áhuga á undanförnum vikum.


Le Fée er 23 ára gamall og hefur komið með beinum hætti að tíu mörkum í 29 leikjum á tímabilinu.

Miðjumaðurinn á 15 leiki að baki fyrir U20 og U21 landslið Frakka, auk þess að eiga 4 leiki fyrir Ólympíulandslið Frakklands - sem er mestmegnis skipað U23 leikmönnum.

Mörg félög hafa sýnt Le Fée áhuga og er Liverpool þar á meðal. Miðjumaðurinn á rétt rúmt ár eftir af samningi sínum við Lorient og segist vera staðráðinn í því að skipta um félag.

„Það er kominn tími fyrir mig til að skipta um félag. Ég vonaðist eftir samningstilboði í desember en það barst aldrei. Nú er kominn tími til að fara," sagði Le Fée. „Ég vonast til að vera seldur í sumar svo að Lorient fái einhvern pening fyrir mig."

Lorient er í áttunda sæti frönsku deildarinnar sem stendur, með 44 stig eftir 28 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner