Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þessa leiki eiga liðin í Bestu eftir að spila fram að móti
Viðrar vel til æfingaleikja.
Viðrar vel til æfingaleikja.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tvær vikur eru í Íslandsmót, Besta deildin verður flautuð af stað annan dag páska og fer öll fyrsta umferðin fram þann daginn.

Liðin eiga þó, allavega flest, eftir að spila leik eða leiki fram að móti. Hér að neðan er samantekt af þeim leikjum sem vitað er um að liðin eiga eftir að spila áður en Besta deildin hefst.

Á listanum er enginn leikur hjá HK en liðið á þó mögulega eftir að skipuleggja æfingaleik eftir heimkomu úr æfingaferð. Þá gætu verið fleiri leikir hjá einhverjum liðum sem ekki fengust upplýsingar um.

Nokkur lið eru í æfingaferð á Spáni og það má geta þess að á þar mættust Valur og Fram í 2x30 mín æfingaleik á dögunum sem Valur vann 2-0. Birkir Heimisson og Guðmundur Andri Tryggvason skoruðu mörkin.

Leikir fyrir mót:
þriðjudagur 28. mars
17:30 Keflavík - Grótta (Nettóhöllin)

miðvikudagur 29. mars
18:00 Víkingur - FH (Víkingsvöllur)

föstudagur 31. mars
Fylkir - Grindavík (Spánn)
19:15 KR - Leiknir (KV Park)

laugardagur 1. apríl
Grótta - FH (Vivaldivöllurinn)

sunnudagur 2. apríl
Lengjubikar karla - A-deild úrslit
16:00 KA-Valur (Greifavöllurinn)

mánudagur 3. apríl
19:00 Stjarnan - Keflavík (Samsung völlurinn)

þriðjudagur 4. apríl
Meistarar meistaranna
19:30 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
Fram - KR (Framvöllur)

Veistu um æfingaleiki framundan?
Auk ofangreindra leikja gæti verið um einhverja æfingaleiki að ræða sem við vitum ekki um. Við hvetjum fólk til að senda okkur ábendingar um æfingaleiki sem framundan eru og við munum koma þeim á framfæri morgun þess dags sem leikurinn fer fram. Sendið slíkar ábendingar á [email protected].
Athugasemdir
banner