Annað kvöld, föstudagskvöld kl. 19:00, þá mætast Víkingur og KR í úrslitaleik Bose mótsins á Víkingsvelli. Þó þetta sé æfingamót verður umgjörð leiksins eins og um leik í Bestu deildinni sé að ræða.
Þetta verður síðasti leikur þessara liða áður en Besta deildin hefst eftir rúma viku og verður áhugavert að sjá hvernig þau koma undan vetri.
Bose mótið fór fram í desember en Víkingur og KR sömdu um að geyma úrslitaleikinn og hann verður nú spilaður á þessum skemmtilega tímapunkti.
Þetta verður síðasti leikur þessara liða áður en Besta deildin hefst eftir rúma viku og verður áhugavert að sjá hvernig þau koma undan vetri.
Bose mótið fór fram í desember en Víkingur og KR sömdu um að geyma úrslitaleikinn og hann verður nú spilaður á þessum skemmtilega tímapunkti.
Það kostar 1.000 krónur á leikinn en allur aðgangseyrir rennur til góðgerðarmála í boði Bose, Víkings og KR. Píeta samtökin (pieta.is) og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (skb.is) fá aðgangseyrinn óskiptan afhentan í hálfleik.
„Verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara mótsins, mann leiksins og þrjú áhorfendaverðlaun í boði Bose og Ofar. Umgjörð verður eins og við þekkjum í Hamingjunni. Hjaltested borgarar, veitingasala, Sverrir Geirdal á hljóðnemanum og hljóðkerfið verður keyrt í botn," segir í tilkynningu Víkings en hér má nálgast miðasölu.
Sumarið byrjar á morgun með úrslitaleik Bose mótsins. Húsið opnar kl. 18:00 og allur aðgangseyrir rennur til góðgerðarmála. Píeta samtökin (https://t.co/krYwIDAJSd) og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (https://t.co/FqViYbdlGn)
— Víkingur (@vikingurfc) March 27, 2025
Miðasala : https://t.co/jVCgSFL3nm pic.twitter.com/qRkTG9CJA9
Athugasemdir